Mikill ferðamannastraumur við Geysi í Haukadal nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 18:38 Vísi barst þessi mynd sem tekin var við Geysi í Haukadal í dag. mynd/Kári jónasson „Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45
Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59