Nefndarmaður rithöfundaverðlauna Nóbels segir Dylan sýna hroka Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 13:15 Bob Dylan virðist lítið spenntur yfir Nóbelsverðlaununum. Vísir/Getty Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa. Nóbelsverðlaun Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira