Brandarar, bolamyndir og almenn gleði eftir að Derrick Rose var sýknaður af hópnauðgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2016 12:00 Derrick Rose, lögmaður hans og einn kviðdómenda hress og kát eftir réttarhöldin í gær. mynd/twitter NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016 NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira