Kúrekakrakkarnir geta ekki tapað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 08:00 Prescott afhendir Elliott boltann í nótt. Þessir strákar hafa slegið í gegn. vísir/getty Nýliðarnir hjá Dallas Cowboys halda áfram að blómstra og eftir sigur á Philadelphia í nótt er Dallas með besta árangurinn í Þjóðardeild NFL-deildarinnar. Liðið er nú búið að vinna sex leiki og tapa einum. Eer Tony Romo, leikstjórnandi Dallas, meiddist rétt fyrir tímabilið áttu fáir von á því að Kúrekarnir myndu gera nokkurn skapaðan hlut. Í hans stað kom nýliðinn Dak Prescott sem hefur spilað frábærlega og var aftur góður í nótt. Prescott gerir varla mistök í leikjum og vinnur þá einnig. Eins og staðan er í dag þá kemst Romo ekki í liðið er hann nær heilsu. Annar nýliði hjá Kúrekunum, hlauparinn Ezekiel Elliott, hefur einnig farið á kostum og þessir Kúrekakrakkar hafa borið liðið í vetur. Prescott kastaði fyrir tveim snertimörkum í nótt og Elliott hljóp 96 jarda. Leikurinn í nótt fór í framlengingu og Kúrekarnir kláruðu dæmið er Prescott kastaði snertimarkssendingu til Jason Witten. New England Patriots er aftur á móti með besta árangurinn í deildinni en Patriots er búið að vinna sjö leiki og tapa einum. Áður en Tom Brady kom úr banni var Patriots niðurlægt af Buffalo Bills þar sem liðið skoraði ekki stig á heimavelli. Sá misskilningur var leiðréttur í gær þar sem Patriots valtaði yfir Buffalo.Úrslit: Dallas-Philadelphia 29-23 Atlanta-Green Bay 33-32 Denver-San Diego 27-19 Tampa Bay-Oakland 24-30 New Orleans-Seattle 25-20 Indianapolis-Kansas City 14-30 Houston-Detroit 20-13 Cleveland-NY Jets 28-31 Carolina-Arizona 30-20 Buffalo-New England 25-41 Cincinnati-Washington 27-27Í nótt: Chicago-MinnesotaStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira
Nýliðarnir hjá Dallas Cowboys halda áfram að blómstra og eftir sigur á Philadelphia í nótt er Dallas með besta árangurinn í Þjóðardeild NFL-deildarinnar. Liðið er nú búið að vinna sex leiki og tapa einum. Eer Tony Romo, leikstjórnandi Dallas, meiddist rétt fyrir tímabilið áttu fáir von á því að Kúrekarnir myndu gera nokkurn skapaðan hlut. Í hans stað kom nýliðinn Dak Prescott sem hefur spilað frábærlega og var aftur góður í nótt. Prescott gerir varla mistök í leikjum og vinnur þá einnig. Eins og staðan er í dag þá kemst Romo ekki í liðið er hann nær heilsu. Annar nýliði hjá Kúrekunum, hlauparinn Ezekiel Elliott, hefur einnig farið á kostum og þessir Kúrekakrakkar hafa borið liðið í vetur. Prescott kastaði fyrir tveim snertimörkum í nótt og Elliott hljóp 96 jarda. Leikurinn í nótt fór í framlengingu og Kúrekarnir kláruðu dæmið er Prescott kastaði snertimarkssendingu til Jason Witten. New England Patriots er aftur á móti með besta árangurinn í deildinni en Patriots er búið að vinna sjö leiki og tapa einum. Áður en Tom Brady kom úr banni var Patriots niðurlægt af Buffalo Bills þar sem liðið skoraði ekki stig á heimavelli. Sá misskilningur var leiðréttur í gær þar sem Patriots valtaði yfir Buffalo.Úrslit: Dallas-Philadelphia 29-23 Atlanta-Green Bay 33-32 Denver-San Diego 27-19 Tampa Bay-Oakland 24-30 New Orleans-Seattle 25-20 Indianapolis-Kansas City 14-30 Houston-Detroit 20-13 Cleveland-NY Jets 28-31 Carolina-Arizona 30-20 Buffalo-New England 25-41 Cincinnati-Washington 27-27Í nótt: Chicago-MinnesotaStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira