Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 28. Klay Thompson kom svo næstur með 14 stig.
Eftir tap í fyrsta leik tímabilsins er Golden State nú búið að vinna tvo leiki í röð.
San Antonio heldur áfram að byrja vel án Tim Duncan en liðið vann í nótt sinn fjórða leik í röð í vetur og er ósigrað.
Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs í nótt og Pau Gasol var með 20. Hassan Whiteside skoraði 27 stig fyrir Miami.
Úrslit:
LA Clippers-Utah 88-75
Phoenix-Golden State 100-106
Miami-San Antonio 99-106
Detroit-Milwaukee 98-83
Oklahoma-LA Lakers 113-96
Memphis-Washington 112-103
Houston-Dallas 93-92
Staðan í NBA-deildinni.