Inga syngjandi glöð eftir „hallærislega“ uppákomu í Efstaleiti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 03:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Stefán „Það er svo gaman hjá okkur. Við erum búin að vera að syngja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem er með um 3,7 prósent fylgi á fjórða tímanum þegar rúmlega 40 prósent atkvæða hafa verið talin. Allt bendir til þess að flokkurinn nái ekki manni á þing en flokkurinn er langstærsti flokkurinn af þeim „litlu“ ef svo má að orði komast. Þeim flokkum sem ekki hafa verið að mælast með þingmann í könnunum undanfarnar vikur. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga og vísaði í lagið sem þau höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír. „Þetta er bara byrjunin. Næst eru það sveitarstjórnarkosningar.“Hallærisileg uppákoma í Efstaleiti Inga var þó enn ósátt við það að Flokkur fólksins og aðrir af minni flokkunum fengu ekki að vera með í uppgjöri formannanna á RÚV í kvöld. Þangað var hún boðuð ásamt formönnum annarra flokka en var vísað frá eftir klukkustundarbið. „Að vera búin að sitja þarna í klukkustund, láta blása á sér hárið, gera sig kósý og láta svo einfaldlega sparka sér út. Það er eitthvað sem ég er ekki að kaupa og eitthvað það allra hallærislegasta sem ég hef lent í,“ segir Inga. Auk hennar þurftu formenn Dögunar, Húmanista og Alþýðufylkingar frá að hverfa. Inga ætlaði þó ekki að staldra við þetta enda gleðin við völd á kosningavökunni í Faxafeni. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Það er svo gaman hjá okkur. Við erum búin að vera að syngja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem er með um 3,7 prósent fylgi á fjórða tímanum þegar rúmlega 40 prósent atkvæða hafa verið talin. Allt bendir til þess að flokkurinn nái ekki manni á þing en flokkurinn er langstærsti flokkurinn af þeim „litlu“ ef svo má að orði komast. Þeim flokkum sem ekki hafa verið að mælast með þingmann í könnunum undanfarnar vikur. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga og vísaði í lagið sem þau höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír. „Þetta er bara byrjunin. Næst eru það sveitarstjórnarkosningar.“Hallærisileg uppákoma í Efstaleiti Inga var þó enn ósátt við það að Flokkur fólksins og aðrir af minni flokkunum fengu ekki að vera með í uppgjöri formannanna á RÚV í kvöld. Þangað var hún boðuð ásamt formönnum annarra flokka en var vísað frá eftir klukkustundarbið. „Að vera búin að sitja þarna í klukkustund, láta blása á sér hárið, gera sig kósý og láta svo einfaldlega sparka sér út. Það er eitthvað sem ég er ekki að kaupa og eitthvað það allra hallærislegasta sem ég hef lent í,“ segir Inga. Auk hennar þurftu formenn Dögunar, Húmanista og Alþýðufylkingar frá að hverfa. Inga ætlaði þó ekki að staldra við þetta enda gleðin við völd á kosningavökunni í Faxafeni.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira