Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 02:39 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í RÚV í kvöld. vísir/hanna Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06
Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38