Sjáðu hlægilega misheppnaða Rabóna-spyrnu í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 22:45 Chris Boswell reynir umrædda spyrnu sem misheppnaðist hörmulega. Vísir/Getty Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016 NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016
NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira