Curry svaraði 0-10 leiknum með nýju þriggja stiga meti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106 NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106
NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00
Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15
Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30