Curry svaraði 0-10 leiknum með nýju þriggja stiga meti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106 NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106
NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00
Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15
Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30