Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson var komin í græna peysu þegar hann fundaði með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í vikunni. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira