Bölvun aflétt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2016 06:30 Gleði leikmanna Chicago Cubs eftir oddaleikinn var fölskvalaus. vísir/getty Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt. Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt.
Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira