Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton hefur dalað verulega í skoðanakönnunum vegna atburða síðustu daga. Nordicphotos/Getty Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Í gær fullyrti fréttastöðin Fox News að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón hennar þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð. Fréttastöðin hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum, sem hún segir hafa góða innsýn í rannsóknir FBI. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag hörðum orðum um James B. Comey, yfirmann FBI, fyrir að hafa blandað sér í kosningabaráttuna á lokasprettinum. „Við störfum ekki á grundvelli ófullkominna upplýsinga,“ sagði Obama, og þótt hann hafi ekki nefnt Comey á nafn, þá þótti augljóst hvern hann átti við. Comey fullyrti í síðustu viku að hugsanlega þurfi að hefja nýja rannsókn á tölvupósti Clintons, þar sem hafin væri rannsókn á tölvupósti fyrrverandi þingmannsins Anthony D. Weiner, sem er jafnframt fyrrverandi eiginmaður aðstoðarkonu Clinton, Huma Abedin. Verulega hefur dregið saman með Clinton og Donald Trump í skoðanakönnunum síðustu daga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32 Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Í gær fullyrti fréttastöðin Fox News að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón hennar þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð. Fréttastöðin hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum, sem hún segir hafa góða innsýn í rannsóknir FBI. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag hörðum orðum um James B. Comey, yfirmann FBI, fyrir að hafa blandað sér í kosningabaráttuna á lokasprettinum. „Við störfum ekki á grundvelli ófullkominna upplýsinga,“ sagði Obama, og þótt hann hafi ekki nefnt Comey á nafn, þá þótti augljóst hvern hann átti við. Comey fullyrti í síðustu viku að hugsanlega þurfi að hefja nýja rannsókn á tölvupósti Clintons, þar sem hafin væri rannsókn á tölvupósti fyrrverandi þingmannsins Anthony D. Weiner, sem er jafnframt fyrrverandi eiginmaður aðstoðarkonu Clinton, Huma Abedin. Verulega hefur dregið saman með Clinton og Donald Trump í skoðanakönnunum síðustu daga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32 Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32
Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00