Erlent

Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Giorgio Armani á tískuvikunni í Mílanó í janúar á þessu ári.
Giorgio Armani á tískuvikunni í Mílanó í janúar á þessu ári. Getty/ittorio Zunino Celotto

Ítalski fatahönnuðurinn og tískugoðsögnin Giorgio Armani er látinn, 91 árs að aldri. Tískuhús Armani staðfesti fregnir af andláti hans í dag.

Fréttastofa Reuters og Sky News vitna í fréttir ítalskra miðla af andlátinu þar sem fram kemur að Giorgio Armani hafi leitt risa tískuveldi sem velti um 2,3 milljörðum Evra á ári. Tískuhús Armani hefur notið gríðarlegra vinsælda um áratuga skeið en hönnun Armani er meðal annars sögð einkennast af nútímalegum ítölskum stíl og glæsileika.

„Það er með mikilli sorg sem Armani Group tilkynnir um andlát skapara síns, stofnenda og óþreytandi drifkrafts: Giorgio Armani,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Armani lét sig ekki heldur vanta á tískuvikuna í París í fyrra.Getty/Marc Piasecki/WireImage



Fleiri fréttir

Sjá meira


×