„Ég var alltaf að vona að þetta væri bara einhver misskilningur“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 20:34 Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi. Fréttir af flugi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi.
Fréttir af flugi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira