Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:17 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara. Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara.
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00