Varnartröll Í NFL-deildinni fór grátandi af velli í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 12:45 Luke Kuechly var niðurbrotinn þegar hann var keyrður út af vellinum. Vísir/Getty Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty
NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira