Kristinn Freyr: Ekki að hugsa um Sundsvall sem stökkpall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 11:45 Kristinn Freyr í baráttu í leik Vals og Breiðabliks í sumar. Vísir/Anton Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson gerði í morgun þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall eins og áður hefur verið greint frá. Hann segist vera spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli en hann hefur nú lengi stefnt að því að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég er mjög ánægður. Loksins er ég kominn með lið. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá forráðamönnum Sundsvall þegar hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og að það hafi haft mikið að segja.Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í atvinnumennskuna.vísir/anton brink„Það var mikill áhugi og hefur verið lengi. Það heillaði mig mikið,“ segir Kristinn Freyr en viðræðuferlið hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er eins og gengur og gerist. Báðir aðilar verða að vera sáttir og þetta endaði þannig að ég er sáttur við það sem þeir buðu mér.“ Vil bara spila vel Meðal fyrrverandi leikmanna GIF Sundsvall má nefna Ara Frey Skúlason, Rúnar Má Sigurjónsson og Jón Guðna Fjóluson sem eru allir að spila með sterkari liðum í dag. Kristinn Freyr segir að það sé gott að vita af því að Íslendingar hafi áður staðið sig vel hjá félaginu. Sjá einnig: Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall „En ég er ekkert að pæla í því hvar þeir eru í dag. Fyrst og fremst ætla ég að hugsa um að standa mig vel hjá Sundsvall. Ég er ekki að hugsa um þetta lið sem stökkpall fyrir mig. Ég vil bara spila vel,“ sagði hann. Sundsvall hafnaði í þrettánda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust og liðið stefnir hærra á næstu leiktíð. „Það er mikill hugur í mönnum og það er allt til alls til að gera betur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“FH lagði fram tilboð Kristinn Freyr er 24 ára uppalinn Fjölnismaður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2012. Hann blómstraði í sumar, skoraði fjórtán mörk og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann varð samningslaus í lok tímabilsins og en beið með viðræður við íslensk lið þar til að ljóst yrði hvort hann fengi tækifæri utan landsteinanna. Sjá einnig: FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey „Valur og FH sýndu mér áhuga,“ segir Kristinn Freyr sem staðfestir að hann hafi fengið tilboð frá FH, sem og öðru liði. „En hitt var í algjörum forgangi hjá mér og því fór ég aldrei í neinar viðræður við íslensk lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37 Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20 Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57 Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26 FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni. 28. ágúst 2016 22:37
Kristinn bestur og Óttar efnilegastur Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum. 1. október 2016 16:20
Kristinn Freyr genginn í raðir Sundsvall Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar spilar í Svíþjóð á næsta ári. 15. nóvember 2016 09:57
Kristinn Freyr með samningstilboð frá Sundsvall Margt bendir til þess að Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016, sé á leið til sænska liðsins GIF Sundsvall. 31. október 2016 20:26
FH-ingar hafa rætt við Kristin Frey Kristinn Freyr Sigurðsson fór á kostum með bikarmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og það þarf ekki að koma á óvart að bæði lið hérlendis sem og erlendis hafi áhuga á kappanum. 25. október 2016 08:30