Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 11:00 Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27