Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 09:00 Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember. MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember.
MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira