Gleymdi hópfjármögnunarvettvangurinn Baldur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun