Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:45 Gary Martin gæti farið til Noregs, Belgíu eða í Hafnarfjörð. vísir/ernir Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30