Telur sig svikinn um skaðabætur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Ein flugvéla Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Pjetur Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira