Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 108-72 | Grindvíkingar jöfnuðu Stjörnuna og KR að stigum Aron Ingi Valtýsson í Röstinni skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Lewis Clinch skoraði 25 stig í leiknum í kvöld. Vísir/Eyþór Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira