Pólitíski pókerinn Ívar Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 10:54 Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna?
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun