Dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:15 Steve Kerr mótmælir dómi. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira