Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2016 09:50 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15
Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36