Kenna flóttamönnum íslensku í frítíma sínum Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2016 05:00 Vinátta hefur tekist á milli Joumanaa og Hrannar. Kennslan hefur stundum siglt í strand vegna tungumálaörðugleika en þeim skiptum fer ört fækkandi. Fréttablaðið/Auðunn Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira