Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 80-87 | Fimmti sigur Stólanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2016 21:30 Pétur Rúnar Birgisson skoraði 11 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Vísir/Ernir Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira