Enski boltinn

Vill alls ekki enda ferillinn á tapleiknum á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson í leiknum á móti Íslandi.
Roy Hodgson í leiknum á móti Íslandi. Vísir/Getty
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi.

Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna.

Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands.

Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun.

Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun.

„Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson.

„Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson.

„Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson.

„Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×