Íslensk olía? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun