Innlent

Gistináttagjald þrefaldast

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt.
Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. Vísir/GVA
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 að gistináttagjald þrefaldist, hækki úr 100 krónum í 300 krónur, frá og með 1. september 2017.

Reiknað er með að breytingin skili ríkissjóði tekjum upp á 300 milljónir árið 2017 og 1,2 milljarða árið 2018. Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt.

Gistináttagjald er umdeilt og hafa aðilar í ferðaþjónustunni sagt að gjaldið sé íþyngjandi fyrir ferðamenn og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Ýmsir hafa þó einnig kallað eftir því að gistináttagjaldið verði hækkað, svo ríkissjóður fái auknar tekjur vegna þess fjölda ferðamanna sem hingað kemur til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×