Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður. Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður.
Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00