Ástæðan fyrir þessu er ekki bara hroki að því er þjálfarinn hans, John Kavanagh, segir. Conor meiddist á hnúunum í bardaga gegn Nate Diaz og þetta er hans leið til þess að verja höndina. Hann gerir þetta iðulega á æfingum.
„Honum finnst að ef hann setur hægri höndina fyrir aftan bak þá minnir það hann á að nota hana ekki of mikið. Þess vegna fór hann að grípa í höndina. Þetta er sálfræðilegur minnismiði um að passa upp á hægri höndina,“ sagði Kavanagh.
pic.twitter.com/LMTuuEJoNW
— Artem Lobov (@RusHammerMMA) November 13, 2016
Eins og allir ættu að vita þá náði Conor að rota Alvarez í annarri lotu og verða um leið sá fyrsti í sögu UFC til að vera meistari í tveim flokkum á sama tíma.