LeBron sem er frá Cleveland efndi veðmál sitt við Dwyane Wade, leikmann Chicago Bulls sem er frá Chicago en þeir settu veðmál hvort Cleveland Indians eða Chicago Cubs myndi hafa betur í úrslitaleik hafnarboltadeildarinnar.
Eftir að hafa lent 1-3 undir náðu Cubs-menn að vinna síðustu þrjá leikina og binda endi á 108 ára bið eftir meistaratitlinum.
Wade gaf LeBron engan afslátt því hann klæddist Cubs-treyjunni með nafni hans á yfir hettupeysu merkta liðinu ásamt derhúfu liðsins.
Fjölmiðlar ytra sýndu þessu skemmtilega máli miklan áhuga eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.