NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 07:30 San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn