Tveimur bílum var ekið utan vegar í vikunni í hlíðum Hverfjalls og var að minnsta kosti öðrum þeirra ekið upp hlíðina en þar stöðvaðist bíllinn vegna bratta.
Lögreglan telur málinu vera lokið og greiddi hvor maðurinn 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Utanvegaakstur er viðvarandi vandamál hér á landi þrátt fyrir að vera ólöglegur. Lögreglan segir að um sé að ræða málaflokk sem virðist vera erfitt að stöðva en krefjist eftirlits og umræðu samfélagsins í heild til að leiðbeina og útskýra svo ekki fari illa fyrir náttúru Íslands.