Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 13:30 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson. Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira