Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 13:30 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson. Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda