Snjókoma bætist í langtímaspána fyrir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2016 10:41 Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Vísir/Örlygur Hnefill Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum.
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira