Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson skrifar 16. desember 2016 09:00 Hlynur Bæringsson átti magnaðan leik. vísir/ernir Stjarnan hafði betur í risaslag lokaumferðar Domino’s-deildar karla, 97-82, og trónir á toppnum yfir hátíðirnar ásamt Tindastóli með 18 stig. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og bæði lið virkuðu mjög vel undirbúin í upphafi leiks. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Það mátti vart sjá á milli liðanna en ef ég þyrfti að velja annað verð ég að segja að KR hafi virkað líklegra liðið lunga leiks. Síðan gerist eitthvað. Ég kann ekki skýringar á því. Ég veit hinsvegar að KR hætti að spila sinn leik – þá sérstaklega varnarleik - þegar rúmar sex mínútur lifðu leiks og fengu á sig 34 stig i lokafjórðungnum! Þetta er sannkallað frávik þegar litið er til leikja KR í vetur því liðið hefur aðeins verið að fá á sig um 77 stig í leik. Til að bæta gráu ofaná svart þá skoraði liðið ekki nema fjórtán stig í hlutanum, með skotnýtingu uppá 17% í tveggja og 11% í þristum! Svona tölur eru sjaldséðar, m.a.s hjá lélegustu liðunum á sínum verstu dögum.Þórir Þorbjarnarson var stigahæstur í liði KR ásamt Cedrick Bowen. Þeir skoruðu báðir 16 stig.vísir/ernirKraftur, vilji og þor Við upphaf leiks skein úr andlitum leikmanna beggja liða viljinn til að vinna. Orkan sem liðin komu með var til fyrirmyndar og ljóst snemma leiks að flestir leikmenn þorðu að taka af skarið og/eða skjóta boltanum. Heimamenn voru ívið betri í fyrsta hluta en KR-ingar náðu svo að taka forystuna með frábærri vörn í öðrum hluta og staðan í hálfleik 40-42. Þórir Þorbjarnarson og Darri Hilmarsson áttu frábæra spretti í öðrum hluta og voru ástæðan fyrir góðu gengi liðsins á báðum endum vallarins. KR náði að halda þessum tökum á leiknum í þriðja hluta og eftir þrjá hluta leiddu gestirnir með fimm stigum og allt útlit fyrir að leikurinn yrði jafn og spennandi með KR í bílstjórasætinu. Svo kom fjórði hluti...Dómararnir höfðu í nógu að snúast í leiknum í gær.vísir/ernirKanasjónvarp í lit! Hlutinn byrjaði á því að Tómas Þórður Hilmarsson skoraði sín fyrstu stig fyrir Stjörnuna í vetur í sínum fyrsta leik með liðinu. Hægt og rólega náðu heimamenn að jafna og komast yfir á meðan KR-ingar misstu sitt sóknarflæði, ásamt mörgum galopnum skotum. Bæði lið leituðu örvæntingarfullt eftir atviki sem gat snúið leiknum sér í vil. Tæknivilla á bekk KR, sóknarvilla á Pavel og nokkrir tapaðir boltar tylltu voginni þannig að stemningin varð öll heimamanna og þetta kveikti í Justin Shouse og Devon Austin. Tveir þristar frá Austin á einni mínútu breyttu stöðunni úr 79-75 í 85-76 og allur vindur úr seglum KR. Shouse var einnig magnaður í þessum fjórðungi; „gamli“ kallinn skoraði sextán stig í hlutanum og gaf fimm stoðsendingar! Austin setti átta stig og tók fimm fráköst! Hlynur skoraði átta í hlutanum en féll í skuggann á hinum tveimur, sem hreinlega gengu frá KR uppá eigin spýtur með frábærum sóknarleik.Darri Hilmarsson meiddist og spilaði nær ekkert í 4. leikhluta.vísir/ernirAndlegt þrot Það átti sér stað einhverskonar andlegt þrot hjá leikmönnum KR í fjórða hluta. Liðsvörnin hrundi, sem smitaðist út í sóknarleikinn. Darri Hilmarsson, sem hafði átt flottan leik, meiddist og spilaði nánast ekkert í hlutanum og það hjálpaði liðinu nákvæmlega ekkert. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið ástæðan fyrir andlegu þroti liðsins en ég fullyrði þó að það var ein ástæða þess. Svona frammistaða er einfaldlega ekki líkt KR-liðinu, sem býr að sterkasta liðsanda allra liða í deildinni að mínu viti. Leikmenn KR þurftu að horfa uppá röð atvika sem varð til þess að botninn féll úr leik liðsins og enginn leikmaður þess nægilega öflugur til þess að rífa mannskapinn upp af rassgatinu og breyta gangi leiksins. Liðsheildin tvístraðist til höfuðáttanna fjögurra og leikmenn bjargarlausir sem einstaklingar. Liðið tapaði sex boltum í leikhlutanum, oft á krítískum augnablikum þegar möguleikar voru til að komast aftur inní leikinn. Ég tek það ekki af Stjörnumönnum að þeir spiluðu fantavörn í fjórða hluta en það útskýrir aldrei hvernig KR spilaði á þessum kafla; KR hætti að spila liðsbolta og hitti skelfilega úr opnum skotum. Í þremur tapleikjum KR hefur liðið skorað undir 85 stig en yfir þá tölu í hinum átta sem hafa unnist. Í þessum leik fór það saman að liðið gat hvorki stoppað sjóðheita andstæðinga né heldur skorað á hinum endanum í einum hluta af fjórum. KR átti skelfilegar tíu mínútur á versta mögulega tíma í leiknum og súpa biturt seyði þess yfir hátíðina.Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði sigri á sínum gömlu félögum.vísir/ernirJóla-Stjarnan Liðsheildin virkaði vel fyrir heimamenn í gær og hlutverk leikmanna skýr. Hlynur átti snarbilaðan leik með 41 framlagspunkt, 31 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar; heilt yfir besti maður vallarins. Shouse skilaði 36 framlagspunktum, 27 stigum, 12 stoðsendingum og 7 fráköstum. Devon Austin 25 framlagspunktum, 22 stigum og 9 fráköstum. Þeir drógu vagninn, þá sérstaklega Austin og Shouse þegar liðið þurfti virkilega á öðrum að halda en Hlyn, sem var sér á báti lunga leiks. Tómas Tómasson spilaði fantavörn og passaði að Brynjar Björnsson hitnaði ekki fyrir utan; Ágúst Angantýsson kom af bekknum með geggjaða orku sem hann nýtti til að smita liðsfélaga og taka sóknarfráköst og spila góða vörn. Baráttan í liðinu var geggjuð og líkamar leikmanna flugu í gólfið á alla lausa bolta. Þeir leikmenn sem eiga að skora á ögurstundum gerðu nákvæmlega það. Þegar það gerðist small allt á báðum endum vallarins og liðið sýndi hversu megnugt það er. Maður leiksins: Justin Shouse. Í þær 34 mínútur sem hann spilaði vann Stjarnan með 28 stig! Þær sex sem hann var útaf tapaði Stjarnan með 13 stigum! Mögnuð tölfræði.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirKR Broddurinn sem hefur einkennt KR – aggressív vörn og frábært sóknarflæði – sást ekki nægilega vel í gær, sérstaklega sóknarflæðið. Vörnin small saman á kafla en aldrei nægilega sannfærandi þó. Þórir og Darri áttu frábæran leik framan af en svo fjaraði allt einhvern veginn út á óútskýranlegan hátt. Skotnýting liðsins var 42% í heildina, sem er bara alls ekki slæmt en þegar þú plaffar upp 27 þristum og hittir aðeins úr fimm þá þarftu að spyrja sjálfan þig spurninga á einhverjum tímapunkti. Liðið skilaði 93 framlagspunktum! Það er yfir meðaltali sex liða í deildinni. Cedrick Bowen var ekki lélegastur í liði KR en var hann ekki að passa Hlyn mest allra? Pavel byrjaði vel en gerði svo ekkert í öðrum hluta; ekkert í þær tíu mínútur sem hann spilaði þar en endaði með fínar tölur samt, þó skotnýtingin hafi verið ábótavant. Lykilmennirnir í liðinu, Brynjar, Darri og Pavel áttu ekki sinn besta dag (Darri góður þar til hann meiðist) og það tel ég stærstu ástæðu tapsins því þegar þessir eru heitir er KR nánast óstöðvandi lið. Fyrir KR eru þetta ekki heimsendir því það vita allir hvað býr í þessum mannskap, sem á Jón Arnór Stefánsson inni. Áhyggjuefnið er hinsvegar að liðinu hafi tekist að endurskapa stemninguna sem liðið sýndi gegn Njarðvík fyrr í vetur, og það í fjórða hluta í stærsta leik tímabilsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Leik lokið og myndir: Stjarnan - KR 97-82 | Stjarnan skín skært um jólin Magnaður lokakafli Stjörnunnar í Ásgarði í kvöld sá til þess að liðið vann stórslaginn gegn KR í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Koss dauðans að vinna Íslandsmeistara KR í vetur Hversu gott er fyrir liðin í Domino's deild karla að vinna KR? Stjarnan ætlar að reyna að bætast í hópinn í kvöld en örlög liðanna sem hafa unnið KR í vetur hafa verið grimm. 15. desember 2016 06:30 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Tómas Þórður aftur á heimaslóðir Stjörnunni hefur borist liðsstyrkur en Tómas Þórður Hilmarsson er genginn í raðir félagsins á nýjan leik. 13. desember 2016 08:45 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Stjarnan hafði betur í risaslag lokaumferðar Domino’s-deildar karla, 97-82, og trónir á toppnum yfir hátíðirnar ásamt Tindastóli með 18 stig. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og bæði lið virkuðu mjög vel undirbúin í upphafi leiks. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Það mátti vart sjá á milli liðanna en ef ég þyrfti að velja annað verð ég að segja að KR hafi virkað líklegra liðið lunga leiks. Síðan gerist eitthvað. Ég kann ekki skýringar á því. Ég veit hinsvegar að KR hætti að spila sinn leik – þá sérstaklega varnarleik - þegar rúmar sex mínútur lifðu leiks og fengu á sig 34 stig i lokafjórðungnum! Þetta er sannkallað frávik þegar litið er til leikja KR í vetur því liðið hefur aðeins verið að fá á sig um 77 stig í leik. Til að bæta gráu ofaná svart þá skoraði liðið ekki nema fjórtán stig í hlutanum, með skotnýtingu uppá 17% í tveggja og 11% í þristum! Svona tölur eru sjaldséðar, m.a.s hjá lélegustu liðunum á sínum verstu dögum.Þórir Þorbjarnarson var stigahæstur í liði KR ásamt Cedrick Bowen. Þeir skoruðu báðir 16 stig.vísir/ernirKraftur, vilji og þor Við upphaf leiks skein úr andlitum leikmanna beggja liða viljinn til að vinna. Orkan sem liðin komu með var til fyrirmyndar og ljóst snemma leiks að flestir leikmenn þorðu að taka af skarið og/eða skjóta boltanum. Heimamenn voru ívið betri í fyrsta hluta en KR-ingar náðu svo að taka forystuna með frábærri vörn í öðrum hluta og staðan í hálfleik 40-42. Þórir Þorbjarnarson og Darri Hilmarsson áttu frábæra spretti í öðrum hluta og voru ástæðan fyrir góðu gengi liðsins á báðum endum vallarins. KR náði að halda þessum tökum á leiknum í þriðja hluta og eftir þrjá hluta leiddu gestirnir með fimm stigum og allt útlit fyrir að leikurinn yrði jafn og spennandi með KR í bílstjórasætinu. Svo kom fjórði hluti...Dómararnir höfðu í nógu að snúast í leiknum í gær.vísir/ernirKanasjónvarp í lit! Hlutinn byrjaði á því að Tómas Þórður Hilmarsson skoraði sín fyrstu stig fyrir Stjörnuna í vetur í sínum fyrsta leik með liðinu. Hægt og rólega náðu heimamenn að jafna og komast yfir á meðan KR-ingar misstu sitt sóknarflæði, ásamt mörgum galopnum skotum. Bæði lið leituðu örvæntingarfullt eftir atviki sem gat snúið leiknum sér í vil. Tæknivilla á bekk KR, sóknarvilla á Pavel og nokkrir tapaðir boltar tylltu voginni þannig að stemningin varð öll heimamanna og þetta kveikti í Justin Shouse og Devon Austin. Tveir þristar frá Austin á einni mínútu breyttu stöðunni úr 79-75 í 85-76 og allur vindur úr seglum KR. Shouse var einnig magnaður í þessum fjórðungi; „gamli“ kallinn skoraði sextán stig í hlutanum og gaf fimm stoðsendingar! Austin setti átta stig og tók fimm fráköst! Hlynur skoraði átta í hlutanum en féll í skuggann á hinum tveimur, sem hreinlega gengu frá KR uppá eigin spýtur með frábærum sóknarleik.Darri Hilmarsson meiddist og spilaði nær ekkert í 4. leikhluta.vísir/ernirAndlegt þrot Það átti sér stað einhverskonar andlegt þrot hjá leikmönnum KR í fjórða hluta. Liðsvörnin hrundi, sem smitaðist út í sóknarleikinn. Darri Hilmarsson, sem hafði átt flottan leik, meiddist og spilaði nánast ekkert í hlutanum og það hjálpaði liðinu nákvæmlega ekkert. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið ástæðan fyrir andlegu þroti liðsins en ég fullyrði þó að það var ein ástæða þess. Svona frammistaða er einfaldlega ekki líkt KR-liðinu, sem býr að sterkasta liðsanda allra liða í deildinni að mínu viti. Leikmenn KR þurftu að horfa uppá röð atvika sem varð til þess að botninn féll úr leik liðsins og enginn leikmaður þess nægilega öflugur til þess að rífa mannskapinn upp af rassgatinu og breyta gangi leiksins. Liðsheildin tvístraðist til höfuðáttanna fjögurra og leikmenn bjargarlausir sem einstaklingar. Liðið tapaði sex boltum í leikhlutanum, oft á krítískum augnablikum þegar möguleikar voru til að komast aftur inní leikinn. Ég tek það ekki af Stjörnumönnum að þeir spiluðu fantavörn í fjórða hluta en það útskýrir aldrei hvernig KR spilaði á þessum kafla; KR hætti að spila liðsbolta og hitti skelfilega úr opnum skotum. Í þremur tapleikjum KR hefur liðið skorað undir 85 stig en yfir þá tölu í hinum átta sem hafa unnist. Í þessum leik fór það saman að liðið gat hvorki stoppað sjóðheita andstæðinga né heldur skorað á hinum endanum í einum hluta af fjórum. KR átti skelfilegar tíu mínútur á versta mögulega tíma í leiknum og súpa biturt seyði þess yfir hátíðina.Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði sigri á sínum gömlu félögum.vísir/ernirJóla-Stjarnan Liðsheildin virkaði vel fyrir heimamenn í gær og hlutverk leikmanna skýr. Hlynur átti snarbilaðan leik með 41 framlagspunkt, 31 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar; heilt yfir besti maður vallarins. Shouse skilaði 36 framlagspunktum, 27 stigum, 12 stoðsendingum og 7 fráköstum. Devon Austin 25 framlagspunktum, 22 stigum og 9 fráköstum. Þeir drógu vagninn, þá sérstaklega Austin og Shouse þegar liðið þurfti virkilega á öðrum að halda en Hlyn, sem var sér á báti lunga leiks. Tómas Tómasson spilaði fantavörn og passaði að Brynjar Björnsson hitnaði ekki fyrir utan; Ágúst Angantýsson kom af bekknum með geggjaða orku sem hann nýtti til að smita liðsfélaga og taka sóknarfráköst og spila góða vörn. Baráttan í liðinu var geggjuð og líkamar leikmanna flugu í gólfið á alla lausa bolta. Þeir leikmenn sem eiga að skora á ögurstundum gerðu nákvæmlega það. Þegar það gerðist small allt á báðum endum vallarins og liðið sýndi hversu megnugt það er. Maður leiksins: Justin Shouse. Í þær 34 mínútur sem hann spilaði vann Stjarnan með 28 stig! Þær sex sem hann var útaf tapaði Stjarnan með 13 stigum! Mögnuð tölfræði.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirKR Broddurinn sem hefur einkennt KR – aggressív vörn og frábært sóknarflæði – sást ekki nægilega vel í gær, sérstaklega sóknarflæðið. Vörnin small saman á kafla en aldrei nægilega sannfærandi þó. Þórir og Darri áttu frábæran leik framan af en svo fjaraði allt einhvern veginn út á óútskýranlegan hátt. Skotnýting liðsins var 42% í heildina, sem er bara alls ekki slæmt en þegar þú plaffar upp 27 þristum og hittir aðeins úr fimm þá þarftu að spyrja sjálfan þig spurninga á einhverjum tímapunkti. Liðið skilaði 93 framlagspunktum! Það er yfir meðaltali sex liða í deildinni. Cedrick Bowen var ekki lélegastur í liði KR en var hann ekki að passa Hlyn mest allra? Pavel byrjaði vel en gerði svo ekkert í öðrum hluta; ekkert í þær tíu mínútur sem hann spilaði þar en endaði með fínar tölur samt, þó skotnýtingin hafi verið ábótavant. Lykilmennirnir í liðinu, Brynjar, Darri og Pavel áttu ekki sinn besta dag (Darri góður þar til hann meiðist) og það tel ég stærstu ástæðu tapsins því þegar þessir eru heitir er KR nánast óstöðvandi lið. Fyrir KR eru þetta ekki heimsendir því það vita allir hvað býr í þessum mannskap, sem á Jón Arnór Stefánsson inni. Áhyggjuefnið er hinsvegar að liðinu hafi tekist að endurskapa stemninguna sem liðið sýndi gegn Njarðvík fyrr í vetur, og það í fjórða hluta í stærsta leik tímabilsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Leik lokið og myndir: Stjarnan - KR 97-82 | Stjarnan skín skært um jólin Magnaður lokakafli Stjörnunnar í Ásgarði í kvöld sá til þess að liðið vann stórslaginn gegn KR í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Koss dauðans að vinna Íslandsmeistara KR í vetur Hversu gott er fyrir liðin í Domino's deild karla að vinna KR? Stjarnan ætlar að reyna að bætast í hópinn í kvöld en örlög liðanna sem hafa unnið KR í vetur hafa verið grimm. 15. desember 2016 06:30 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Tómas Þórður aftur á heimaslóðir Stjörnunni hefur borist liðsstyrkur en Tómas Þórður Hilmarsson er genginn í raðir félagsins á nýjan leik. 13. desember 2016 08:45 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30
Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14
Leik lokið og myndir: Stjarnan - KR 97-82 | Stjarnan skín skært um jólin Magnaður lokakafli Stjörnunnar í Ásgarði í kvöld sá til þess að liðið vann stórslaginn gegn KR í kvöld. 15. desember 2016 22:00
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28
Koss dauðans að vinna Íslandsmeistara KR í vetur Hversu gott er fyrir liðin í Domino's deild karla að vinna KR? Stjarnan ætlar að reyna að bætast í hópinn í kvöld en örlög liðanna sem hafa unnið KR í vetur hafa verið grimm. 15. desember 2016 06:30
Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30
Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00
Tómas Þórður aftur á heimaslóðir Stjörnunni hefur borist liðsstyrkur en Tómas Þórður Hilmarsson er genginn í raðir félagsins á nýjan leik. 13. desember 2016 08:45
Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06