Innlent

Stórtækir ilmvatnsþjófar gómaðir í tollinum

Atli Ísleifsson skrifar
Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum.
Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Anton
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli höfðu fyrr í mánuðinum afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum vegna þjófnaðar á ilmvötnum.

Í tilkynningu frá tollstjóra segir að mennirnir hafi verið stöðvaðir í grænu hliði þar sem þeir reyndust vera með ilmvatnsbirgðir, að verðmæti langt umfram það sem leyfilegt er að koma með til landsins. Hald var lagt á umframvarninginn.

„Daginn eftir birtust þeir aftur í flugstöðinni, þá á leið úr landi. Tollverðir ákváðu að kanna með mennina og við heimilaða leit í farangri þeirra fundust tólf ilmvatnsglös að verðmæti tæplega 150 þúsund krónur og BOSE bluetooth ferðahátalari að andvirði tæplega 35 þúsund krónur.

Í ljós kom að mennirnir höfðu látið greipar sópa í fríhöfninni og var málið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×