Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2016 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. vísir/eyþór „Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við. Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
„Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við.
Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira