Gaman að auka þekkinguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 10:45 Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir varð fyrst kvenna til að ljúka námi sem Marel-vinnslutæknir. „Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira