Enn ein lægðin á leiðinni en útlitið gott fyrir gamlárs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 08:37 Ekki er útlit fyrir nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári. Vísir/stefán Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira