Perlan verður að lundabúð: „Mjög dapurlegt að þetta skuli gerast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 09:15 Bjarni hefur staðið að rekstri veitingastaðarins Perlan í Perlunni um árabil Vísir/Vilhelm Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira