Durant tók óvænt upp hanskann fyrir dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 12:30 Kevin Durant og Andre Iguodala. Vísir/Getty Kevin Durant ætti að öllu eðlilegu að vera mjög fúll að hafa ekki fengið villu á lokasekúndum stórleiks Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers á jóladag. Hann hefði getað tryggt sínu liði sigurinn ef hann hefði náð góðu skoti. Richard Jefferson felldi Kevin Durant þegar sá síðarnefndi var að reyna að koma sér í skotfæri á lokasekúndum leiksins og endaði á því að taka lokaskotið sitjandi á gólfinu. Vonlaust færi og Golden State tapaði aftur fyrir Cleveland. Durant fór hinsvegar öðruvísi leið þegar NBA-deildin gaf það út að hann hefði átt að fá villu en dómararnir hefðu gert mistök. Blaðamenn vildu fá viðbrögð en bjuggust örugglega ekki við því sem Durant sagði. NBA starfrækir sérstaka nefnd sem fer yfir allar ákvarðanir dómara síðustu tvær mínútur leiksins og gefur það síðan út í skýrslu hvort þeir hafi dæmt rétt eða rangt. Dómararnir í umræddum leik gerðu mistök og fengu það beint í andlitið í þessari skýrslu. Flestir leikmenn í sömu stöðu hefðu fagnað svona mati en ekki Kevin Durant. Durant tók nefnilega upp hanskann fyrir dómara leiksins. „Þeir ættu að hætta með svona skýrslur. Dómararnir eiga þetta ekki skilið. Þeir eru að gera sitt besta og svo skoða menn þetta í hægri endursýningu og gefa það síðan út að þeir hafi gert mistök,“ sagði Kevin Durant. „Það er algjört rugl að henda dómurum fyrir rútuna eins og það skipti einhverju máli núna,“ sagði Durant og bætti við: „Það gengur ekki að sekta okkur fyrir að gagnrýna dómara og skella fram svona tveggja mínútna skýrslu. Hvað með fyrsta leikhlutann, annan leikhlutann eða þriðja leikhlutann? Þetta er algjört rugl,“ sagði Durant. NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Kevin Durant ætti að öllu eðlilegu að vera mjög fúll að hafa ekki fengið villu á lokasekúndum stórleiks Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers á jóladag. Hann hefði getað tryggt sínu liði sigurinn ef hann hefði náð góðu skoti. Richard Jefferson felldi Kevin Durant þegar sá síðarnefndi var að reyna að koma sér í skotfæri á lokasekúndum leiksins og endaði á því að taka lokaskotið sitjandi á gólfinu. Vonlaust færi og Golden State tapaði aftur fyrir Cleveland. Durant fór hinsvegar öðruvísi leið þegar NBA-deildin gaf það út að hann hefði átt að fá villu en dómararnir hefðu gert mistök. Blaðamenn vildu fá viðbrögð en bjuggust örugglega ekki við því sem Durant sagði. NBA starfrækir sérstaka nefnd sem fer yfir allar ákvarðanir dómara síðustu tvær mínútur leiksins og gefur það síðan út í skýrslu hvort þeir hafi dæmt rétt eða rangt. Dómararnir í umræddum leik gerðu mistök og fengu það beint í andlitið í þessari skýrslu. Flestir leikmenn í sömu stöðu hefðu fagnað svona mati en ekki Kevin Durant. Durant tók nefnilega upp hanskann fyrir dómara leiksins. „Þeir ættu að hætta með svona skýrslur. Dómararnir eiga þetta ekki skilið. Þeir eru að gera sitt besta og svo skoða menn þetta í hægri endursýningu og gefa það síðan út að þeir hafi gert mistök,“ sagði Kevin Durant. „Það er algjört rugl að henda dómurum fyrir rútuna eins og það skipti einhverju máli núna,“ sagði Durant og bætti við: „Það gengur ekki að sekta okkur fyrir að gagnrýna dómara og skella fram svona tveggja mínútna skýrslu. Hvað með fyrsta leikhlutann, annan leikhlutann eða þriðja leikhlutann? Þetta er algjört rugl,“ sagði Durant.
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira