Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist árið 2019 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 19:00 Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent