Hótaði að eyðileggja starfsferil blaðamanns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 14:31 Hinn litríki Sherman ræðir hér við dómara. Vísir/Getty Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016 NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira
Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016
NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira