Heimir: Hef aldrei náð að þakka Óla nægilega mikið fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 08:30 Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson þjálfa á móti hvorum öðrum. Vísir/Andri Marinó Heimir Guðjónsson gerði FH að Íslandsmeisturum í fimmta sinn í sumar en hann ákvað að hrista aðeins upp í hlutunum eftir tímabilið þrátt fyrir tvo Íslandsmeistaratitla í röð. Guðlaugur Baldursson er ekki lengur aðstoðarmaður Heimis heldur fékk hann Ólaf Pál Snorrason til að taka að sér það starf. Þetta var ein af erfiðu en óumflýjanlegu ákvörðunum að mati Heimis. „Við tókum þá ákvörðun í haust að hrista aðeins upp í hlutunum. Þótt vel hafi gengið síðustu ár þá er oft nauðsynlegt að gera breytingar. Við mátum stöðuna þannig á þessum tímapunkti að gera þyrfti breytingar bæði á leikmannahópnum og skipt var um aðstoðarþjálfara,“ segir Heimir Guðjónsson í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Ef maður ætlar að viðhalda velgengni þá þarf maður annars slagið að hrista upp í hlutunum og taka leiðinlegar ákvarðanir. Við viljum viðhalda okkar velgengni og þetta var ein leið í því,“ sagði Heimir. Heimir Guðjónsson segist eiga einum þjálfara Pepsi-deildarinnar í dag, Ólafi Jóhannessyni, mikið að þakka fyrir það hversu langt Heimir hefur náð sem þjálfari. „Þegar Óli tók við þá gerði hann mig strax að fyrirliða og sagði að ég þyrfti að stjórna fyrir hann inn á vellinum. Ég kann Ólaf miklar þakkir fyrir það og hef sennilega aldrei náð að þakka honum nægilega fyrir það traust sem hann sýndi mér þá," sagði Heimi sem var fyrst fyrirliði hjá Ólafi Jóhannessyni og svo aðstoðarþjálfari hans. „Aðstoðarþjálfarar fá stundum ekki meiri ábyrgð en að setja upp æfingarnar, stilla upp keilum og sækja boltana. Að vera aðstoðarmaður Óla var frábært að því leytinu til að ég fékk nánast að gera það sem ég vildi. Ég stjórnaði æfingunum og stjórnaði leikjum á veturna,“ sagði Heimir meðal annars í stóru viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Heimir Guðjónsson gerði FH að Íslandsmeisturum í fimmta sinn í sumar en hann ákvað að hrista aðeins upp í hlutunum eftir tímabilið þrátt fyrir tvo Íslandsmeistaratitla í röð. Guðlaugur Baldursson er ekki lengur aðstoðarmaður Heimis heldur fékk hann Ólaf Pál Snorrason til að taka að sér það starf. Þetta var ein af erfiðu en óumflýjanlegu ákvörðunum að mati Heimis. „Við tókum þá ákvörðun í haust að hrista aðeins upp í hlutunum. Þótt vel hafi gengið síðustu ár þá er oft nauðsynlegt að gera breytingar. Við mátum stöðuna þannig á þessum tímapunkti að gera þyrfti breytingar bæði á leikmannahópnum og skipt var um aðstoðarþjálfara,“ segir Heimir Guðjónsson í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Ef maður ætlar að viðhalda velgengni þá þarf maður annars slagið að hrista upp í hlutunum og taka leiðinlegar ákvarðanir. Við viljum viðhalda okkar velgengni og þetta var ein leið í því,“ sagði Heimir. Heimir Guðjónsson segist eiga einum þjálfara Pepsi-deildarinnar í dag, Ólafi Jóhannessyni, mikið að þakka fyrir það hversu langt Heimir hefur náð sem þjálfari. „Þegar Óli tók við þá gerði hann mig strax að fyrirliða og sagði að ég þyrfti að stjórna fyrir hann inn á vellinum. Ég kann Ólaf miklar þakkir fyrir það og hef sennilega aldrei náð að þakka honum nægilega fyrir það traust sem hann sýndi mér þá," sagði Heimi sem var fyrst fyrirliði hjá Ólafi Jóhannessyni og svo aðstoðarþjálfari hans. „Aðstoðarþjálfarar fá stundum ekki meiri ábyrgð en að setja upp æfingarnar, stilla upp keilum og sækja boltana. Að vera aðstoðarmaður Óla var frábært að því leytinu til að ég fékk nánast að gera það sem ég vildi. Ég stjórnaði æfingunum og stjórnaði leikjum á veturna,“ sagði Heimir meðal annars í stóru viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira