Spá því að jólasnjórinn falli á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 11:16 Það eru ágætar líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan. Veður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan.
Veður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira