Aukning ferðamanna hugsanleg skýring á fjölgun útkalla Landhelgisgæslunnar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 13:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi árið 2015. Vísir/Pjetur Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00